ÞYKJÓ

Þverfaglegt hönnunarteymi

ÞYKJÓ er þverfaglegt hönnunarverkefni fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Hönnunarstarf ÞYKJÓ miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í frjálsum leik. Í hönnunarvinnu höfum við til hliðsjónar hvernig hægt er að örva snertiskyn með efnisvali og formfræði, hreyfiþroska og jafnvægisskyn. ÞYKJÓ stendur einnig fyrir fjölbreyttum listsmiðjum, innsetningum og viðburðum í samstarfi við söfn og menningarstofnanir.

ÞYKJÓ er hópur hönnuða með fjölbreyttan bakgrunn sem samnýta ólíka sérþekkingu í teymisvinnu sinni. Innan vébanda ÞYKJÓ eru arkitekt, fatahönnuður og klæðskeri, leikmynda- og búningahönnuður.

Hópurinn vinnur einnig náið með listafólki, vísindamönnum og fræðifólki á borð við uppeldisfræðinga, líffræðinga, listfræðinga og síðast en ekki síst - með börnum.

Í vöruþróunar- og framleiðsluferli sínu, leggja hönnuðirnir upp úr að nýta innlenda fagþekkingu og tækjabúnað úr fjölbreyttum iðngreinum; allt frá fléttun tága, til neta- og burstagerðar. Allt þetta miðar að því að halda staðbundinni framleiðslu, nýta hráefni sem fellur til og viðhalda verkþekkingu.

Á meðal verkefna hópsins má nefna Hljóðhimna, upplifunarrými í Hörpu, húsgagnalínuna Kyrrðarrými, búningalínuna Ofurhetjur jarðar og þátttökuverkefnið Gullplatan - Sendum tónlist út í geim.

ÞYKJÓ hefur verið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands í tvígang, árið 2021 og 2022.

Hönnuðir Þykjó

Sigríður Sunna Reynisdóttir

Búninga- og leikmyndahönnuður

Sigríður Sunna er stofnandi og listrænn stjórnandi ÞYKJÓ. Hún er með fjölbreyttan bakgrunn í hönnun, dagskrárgerð og verkefnastjórnun. Sigríður Sunna útskrifaðist vorið 2012 frá Royal Central School of Speech and Drama í London (BA Theatre Practice) en áður hafði hún lokið BA prófi í Almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og Universitá Karlová í Prag. Síðustu ár hefur hún hannað leikmyndir, búninga og leikbrúður fyrir fjölda sviðsverka í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og í Tjarnarbíó, auk þess að framleiða eigin verk hjá VaVaVoom Theatre.

Sigríður Sunna Reynisdóttir

Búninga- og leikmyndahönnuður

Sigríður Sunna er stofnandi og listrænn stjórnandi ÞYKJÓ. Hún er með fjölbreyttan bakgrunn í hönnun, dagskrárgerð og verkefnastjórnun. Sigríður Sunna útskrifaðist vorið 2012 frá Royal Central School of Speech and Drama í London (BA Theatre Practice) en áður hafði hún lokið BA prófi í Almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og Universitá Karlová í Prag. Síðustu ár hefur hún hannað leikmyndir, búninga og leikbrúður fyrir fjölda sviðsverka í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og í Tjarnarbíó, auk þess að framleiða eigin verk hjá VaVaVoom Theatre.

Ninna Þórarinsdóttir

Barnamenningarhönnuður

Ninna er barnamenningarhönnuður sem sérhæfir sig í myndskreytingum og leikfangahönnun. Hún útskrifaðist með BA Honors í hönnun frá Design Academy Eindhoven í Hollandi árið 2006 og svo árið 2015 með MA í barnamenningarhönnun frá HDK í Gautaborg, Svíþjóð. Ninna starfar sjálfstætt sem teiknari, hönnuður og kennari fyrir fjölbreytta aðila, allt frá Bókasafni Reykjavíkur til Van Gogh safnsins. Henni er hugleikið að hanna fyrir börn með ólíkar þarfir og áskoranir.

Ninna Þórarinsdóttir

Barnamenningarhönnuður

Ninna er barnamenningarhönnuður sem sérhæfir sig í myndskreytingum og leikfangahönnun. Hún útskrifaðist með BA Honors í hönnun frá Design Academy Eindhoven í Hollandi árið 2006 og svo árið 2015 með MA í barnamenningarhönnun frá HDK í Gautaborg, Svíþjóð. Ninna starfar sjálfstætt sem teiknari, hönnuður og kennari fyrir fjölbreytta aðila, allt frá Bókasafni Reykjavíkur til Van Gogh safnsins. Henni er hugleikið að hanna fyrir börn með ólíkar þarfir og áskoranir.

Erla Ólafsdóttir

Arkitekt

Erla lauk MA námi í arkitektúr frá Det Kongelige Danske Kunstakademis Skoler for Arkitektur, Design og Konservering í Kaupmannahöfn árið 2016. Áður hafði hún lokið BA námi í Almennri bókmenntafræði og listfræði frá Háskóla Íslands. Erla hefur unnið sem arkitekt fyrir DAP arkitekta, studiohring, studio arnhildur pálmadóttir og fleiri teiknistofur. Hún hefur auk þess starfað sjálfstætt við fjölbreytt verkefni sem spanna innréttingar, sumarhús og leikmyndir.

Erla Ólafsdóttir

Arkitekt

Erla lauk MA námi í arkitektúr frá Det Kongelige Danske Kunstakademis Skoler for Arkitektur, Design og Konservering í Kaupmannahöfn árið 2016. Áður hafði hún lokið BA námi í Almennri bókmenntafræði og listfræði frá Háskóla Íslands. Erla hefur unnið sem arkitekt fyrir DAP arkitekta, studiohring, studio arnhildur pálmadóttir og fleiri teiknistofur. Hún hefur auk þess starfað sjálfstætt við fjölbreytt verkefni sem spanna innréttingar, sumarhús og leikmyndir.

Sigurbjörg Stefánsdóttir

Klæðskeri og fatahönnuður

Sigurbjörg nam fatahönnun og sníðagerð við London Collage of Fashion, en áður hafði hún lokið sveinsprófi í Kjólasaum frá Tækniskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað við búningagerð og búningahönnun fyrir Royal Opera House í London, Íslensku Óperuna og Þjóðleikhúsið. Síðustu ár hefur hún einnig unnið búninga fyrir sjónvarp og kvikmyndir, á meðal nýlegra verkefna má nefna kvikmyndina Sumarljós og sjónvarpsþættina Ísalög.

Sigurbjörg Stefánsdóttir

Klæðskeri og fatahönnuður

Sigurbjörg nam fatahönnun og sníðagerð við London Collage of Fashion, en áður hafði hún lokið sveinsprófi í Kjólasaum frá Tækniskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað við búningagerð og búningahönnun fyrir Royal Opera House í London, Íslensku Óperuna og Þjóðleikhúsið. Síðustu ár hefur hún einnig unnið búninga fyrir sjónvarp og kvikmyndir, á meðal nýlegra verkefna má nefna kvikmyndina Sumarljós og sjónvarpsþættina Ísalög.

ÞYKJÓ

Þverfaglegt hönnunarteymi

ÞYKJÓ er þverfaglegt hönnunarverkefni fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Hönnunarstarf ÞYKJÓ miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í frjálsum leik. Í hönnunarvinnu höfum við til hliðsjónar hvernig hægt er að örva snertiskyn með efnisvali og formfræði, hreyfiþroska og jafnvægisskyn. ÞYKJÓ stendur einnig fyrir fjölbreyttum listsmiðjum, innsetningum og viðburðum í samstarfi við söfn og menningarstofnanir.

ÞYKJÓ er hópur hönnuða með fjölbreyttan bakgrunn sem samnýta ólíka sérþekkingu í teymisvinnu sinni. Innan vébanda ÞYKJÓ eru arkitekt, fatahönnuður og klæðskeri, leikmynda- og búningahönnuður.

Hópurinn vinnur einnig náið með listafólki, vísindamönnum og fræðifólki á borð við uppeldisfræðinga, líffræðinga, listfræðinga og síðast en ekki síst - með börnum.

Í vöruþróunar- og framleiðsluferli sínu, leggja hönnuðirnir upp úr að nýta innlenda fagþekkingu og tækjabúnað úr fjölbreyttum iðngreinum; allt frá fléttun tága, til neta- og burstagerðar. Allt þetta miðar að því að halda staðbundinni framleiðslu, nýta hráefni sem fellur til og viðhalda verkþekkingu.

Á meðal verkefna hópsins má nefna Hljóðhimna, upplifunarrými í Hörpu, húsgagnalínuna Kyrrðarrými, búningalínuna Ofurhetjur jarðar og þátttökuverkefnið Gullplatan - Sendum tónlist út í geim.

ÞYKJÓ hefur verið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands í tvígang, árið 2021 og 2022.

Hönnuðir Þykjó

Sigríður Sunna Reynisdóttir

Búninga- og leikmyndahönnuður

Sigríður Sunna er stofnandi og listrænn stjórnandi ÞYKJÓ. Hún er með fjölbreyttan bakgrunn í hönnun, dagskrárgerð og verkefnastjórnun. Sigríður Sunna útskrifaðist vorið 2012 frá Royal Central School of Speech and Drama í London (BA Theatre Practice) en áður hafði hún lokið BA prófi í Almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og Universitá Karlová í Prag. Síðustu ár hefur hún hannað leikmyndir, búninga og leikbrúður fyrir fjölda sviðsverka í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og í Tjarnarbíó, auk þess að framleiða eigin verk hjá VaVaVoom Theatre.

Sigríður Sunna Reynisdóttir

Búninga- og leikmyndahönnuður

Sigríður Sunna er stofnandi og listrænn stjórnandi ÞYKJÓ. Hún er með fjölbreyttan bakgrunn í hönnun, dagskrárgerð og verkefnastjórnun. Sigríður Sunna útskrifaðist vorið 2012 frá Royal Central School of Speech and Drama í London (BA Theatre Practice) en áður hafði hún lokið BA prófi í Almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og Universitá Karlová í Prag. Síðustu ár hefur hún hannað leikmyndir, búninga og leikbrúður fyrir fjölda sviðsverka í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og í Tjarnarbíó, auk þess að framleiða eigin verk hjá VaVaVoom Theatre.

Ninna Þórarinsdóttir

Barnamenningarhönnuður

Ninna er barnamenningarhönnuður sem sérhæfir sig í myndskreytingum og leikfangahönnun. Hún útskrifaðist með BA Honors í hönnun frá Design Academy Eindhoven í Hollandi árið 2006 og svo árið 2015 með MA í barnamenningarhönnun frá HDK í Gautaborg, Svíþjóð. Ninna starfar sjálfstætt sem teiknari, hönnuður og kennari fyrir fjölbreytta aðila, allt frá Bókasafni Reykjavíkur til Van Gogh safnsins. Henni er hugleikið að hanna fyrir börn með ólíkar þarfir og áskoranir.

Ninna Þórarinsdóttir

Barnamenningarhönnuður

Ninna er barnamenningarhönnuður sem sérhæfir sig í myndskreytingum og leikfangahönnun. Hún útskrifaðist með BA Honors í hönnun frá Design Academy Eindhoven í Hollandi árið 2006 og svo árið 2015 með MA í barnamenningarhönnun frá HDK í Gautaborg, Svíþjóð. Ninna starfar sjálfstætt sem teiknari, hönnuður og kennari fyrir fjölbreytta aðila, allt frá Bókasafni Reykjavíkur til Van Gogh safnsins. Henni er hugleikið að hanna fyrir börn með ólíkar þarfir og áskoranir.

Erla Ólafsdóttir

Arkitekt

Erla lauk MA námi í arkitektúr frá Det Kongelige Danske Kunstakademis Skoler for Arkitektur, Design og Konservering í Kaupmannahöfn árið 2016. Áður hafði hún lokið BA námi í Almennri bókmenntafræði og listfræði frá Háskóla Íslands. Erla hefur unnið sem arkitekt fyrir DAP arkitekta, studiohring, studio arnhildur pálmadóttir og fleiri teiknistofur. Hún hefur auk þess starfað sjálfstætt við fjölbreytt verkefni sem spanna innréttingar, sumarhús og leikmyndir.

Erla Ólafsdóttir

Arkitekt

Erla lauk MA námi í arkitektúr frá Det Kongelige Danske Kunstakademis Skoler for Arkitektur, Design og Konservering í Kaupmannahöfn árið 2016. Áður hafði hún lokið BA námi í Almennri bókmenntafræði og listfræði frá Háskóla Íslands. Erla hefur unnið sem arkitekt fyrir DAP arkitekta, studiohring, studio arnhildur pálmadóttir og fleiri teiknistofur. Hún hefur auk þess starfað sjálfstætt við fjölbreytt verkefni sem spanna innréttingar, sumarhús og leikmyndir.

Sigurbjörg Stefánsdóttir

Klæðskeri og fatahönnuður

Sigurbjörg nam fatahönnun og sníðagerð við London Collage of Fashion, en áður hafði hún lokið sveinsprófi í Kjólasaum frá Tækniskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað við búningagerð og búningahönnun fyrir Royal Opera House í London, Íslensku Óperuna og Þjóðleikhúsið. Síðustu ár hefur hún einnig unnið búninga fyrir sjónvarp og kvikmyndir, á meðal nýlegra verkefna má nefna kvikmyndina Sumarljós og sjónvarpsþættina Ísalög.

Sigurbjörg Stefánsdóttir

Klæðskeri og fatahönnuður

Sigurbjörg nam fatahönnun og sníðagerð við London Collage of Fashion, en áður hafði hún lokið sveinsprófi í Kjólasaum frá Tækniskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað við búningagerð og búningahönnun fyrir Royal Opera House í London, Íslensku Óperuna og Þjóðleikhúsið. Síðustu ár hefur hún einnig unnið búninga fyrir sjónvarp og kvikmyndir, á meðal nýlegra verkefna má nefna kvikmyndina Sumarljós og sjónvarpsþættina Ísalög.