Ævintýri banka upp á

Leikfanga- og upplifunarhönnun

Leiktu þér að því að gera heiminn betri.

Ævintýri banka upp á er barnamenningarhönnun fyrir UNICEF samtökin og Moomin Characters Ltd. í samstarfi við Ævar Þór Benediktsson. ÞYKJÓ fór með listræna stjórn verkefnisins og voru yfirhönnuðir. Þetta er fjölskylduvæn áskriftarleið fyrir Heimsforeldra til að styrkja starf UNICEF samtakanna og fræðast um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskriftarleiðin nær yfir heilt ár - þykjustunni ferðalag sem á sér stað í stofunni heima í krafti ímyndunaraflsins.

Hönnuðir ÞYKJÓ dvöldust í Múmíndal í nokkra mánuði, í eilífri Jónsmessunótt í gegnum myrkasta skammdegið á Íslandi veturinn 2023. Örlaganóttin eftir Tove Jansson gerist á Jónsmessunótt og er aðalsögusvið þessa verkefnis. Einn daginn gýs eldfjall og vatn flæðir um dalinn og inn í bláa húsið Múmínfjölskyldunnar. Einmitt þegar þau þurfa að yfirgefa húsið sitt eru þau svo heppin að sjá dularfullt hús sigla fram hjá - að hugsa sér! Þau ákveða að stökkva um borð og þá hefst ævintýralegt ferðalag á Jónsmessu. Þrátt fyrir að Múmínfjölskyldan ferðist aldrei út fyrir Múmíndal, þá er þetta stórt ferðalag um mennskuna, um réttindi allra barna og hvers virði það er að geta rétt öðrum hjálparhönd. 

Þetta er ævintýri sem gefur börnum tækifæri á að spegla sig í flóknum heimi á öruggan hátt og gefur fullorðnum tækifæri til að lesa dýpra á milli línanna. Hemúllinn setur upp skilti í lystigarðinum sínum sem bannar litlum skógarungum að hoppa jafnfætis og hlæja - mega fullorðnir setja þannig reglur? Mikið njótum við þess þegar Snúður kemur og rífur niður skiltin! Sagan gefur fjölmörg tækifæri til að spegla greinar Barnasáttmálans, fræða um starf UNICEF í þágu barna um allan heim og hvetja til umræðna þvert á kynslóðir.

Við fundum glöggt á samtali við fjölmörg þeirra barna sem unnu með okkur á ólíkum stigum hönnunarferlisins hvað það brennur margt á þeim. Þau heyra um börn á flótta, þau heyra um stríð og þau reyna að púsla saman brotakenndum fréttum sem seytla inn. Gjöfin sem Tove Jansson hefur gefið okkur fullorðna fólkinu er að skrifa bækur um stór mál sem er oft erfitt að ræða við börn án þess að vekja ugg eða kvíða. 
Örlaganóttin og fleiri bækur um Múmínálfana voru skrifaðar á tíma þegar fjöldi fólks á flótta hafði aldrei verið meiri - þar til núna. Það hefur sjaldan verið jafn mikil þörf á að hlúa að viðkvæmum réttindum barna um allan heim og við erum þakklátar fyrir samtök eins og UNICEF.

Upplifunarhönnun - ferðalagið

Í upphafi fá fjölskyldur kort af Múmíndal í veganesti og leikfang byggt á leikhúsi sem siglir um Múmíndalinn í kjölfar flóða. Í hverjum mánuði í heilt ár fá fjölskyldur sendar persónur og leikmuni í leikhúsið sitt, ásamt skapandi verkefnum, glaðningum og fræðslu um Barnasáttmálann og starf UNICEF í þágu barna um allan heim.

Upplifunarhönnun - ferðalagið

Í upphafi fá fjölskyldur kort af Múmíndal í veganesti og leikfang byggt á leikhúsi sem siglir um Múmíndalinn í kjölfar flóða. Í hverjum mánuði í heilt ár fá fjölskyldur sendar persónur og leikmuni í leikhúsið sitt, ásamt skapandi verkefnum, glaðningum og fræðslu um Barnasáttmálann og starf UNICEF í þágu barna um allan heim.

Leikhúsið siglandi

Leikhúsið var hannað í samtali og samstarfi við rýnihópa barna og foreldra og er alfarið framleitt á Íslandi með sjálfbærni að leiðarljósi. Það er byggt á „toy theater“ brúðuleikhúshefðinni, en Sigríður Sunna stofnandi ÞYKJÓ nam leikbrúðulistir í Prag, Berlín og London.

Leikhúsið siglandi

Leikhúsið var hannað í samtali og samstarfi við rýnihópa barna og foreldra og er alfarið framleitt á Íslandi með sjálfbærni að leiðarljósi. Það er byggt á „toy theater“ brúðuleikhúshefðinni, en Sigríður Sunna stofnandi ÞYKJÓ nam leikbrúðulistir í Prag, Berlín og London.

Viðbrögð foreldra og fjölskyldna

„Stórkostleg upplifun!! Ótrúlega vandað og fallegt allt sem hefur komið og hefur skapað endalaust af dýrmætum samveru og leikstundum hjá dætrum mínum. Virkilega gott allt aukaefni sem hefur fylgt og eru þær svo spenntar að lesa nýju kortin og sögurnar sem fylgja hverju sinni og eru alltaf að spyrja um hvenær kemur næsti pakki fyrir múmínleikhúsið. Hamingjuóskir til ykkar með þetta einstaka verkefni. 10 af 10 frá minni fjölskyldu!“

„Þetta er mjög skemmtilegt ferðalag. Börnin mín hafa mjög gaman af þessu og sýna öllum sem koma til okkar flotta leikhúsið okkar.“

Viðbrögð foreldra og fjölskyldna

„Stórkostleg upplifun!! Ótrúlega vandað og fallegt allt sem hefur komið og hefur skapað endalaust af dýrmætum samveru og leikstundum hjá dætrum mínum. Virkilega gott allt aukaefni sem hefur fylgt og eru þær svo spenntar að lesa nýju kortin og sögurnar sem fylgja hverju sinni og eru alltaf að spyrja um hvenær kemur næsti pakki fyrir múmínleikhúsið. Hamingjuóskir til ykkar með þetta einstaka verkefni. 10 af 10 frá minni fjölskyldu!“

„Þetta er mjög skemmtilegt ferðalag. Börnin mín hafa mjög gaman af þessu og sýna öllum sem koma til okkar flotta leikhúsið okkar.“

Heimsókn til Moomin í Helsinki

Hönnuðir ÞYKJÓ voru sendiherrar verkefnisins á Helsinki Design Week og færðu Moomin Characters Ltd. sitt fyrsta eintak við hátíðlega stund. Þar fengu þær leiðsögn um höfuðstöðvarnar og þótti dýrmætt að fá að skoða upphaflegar teikningar Tove úr bókinni í skjalageymslu hússins.

Ævintýri banka upp á

Leikfanga- og upplifunarhönnun

Leiktu þér að því að gera heiminn betri.

Ævintýri banka upp á er barnamenningarhönnun fyrir UNICEF samtökin og Moomin Characters Ltd. í samstarfi við Ævar Þór Benediktsson. ÞYKJÓ fór með listræna stjórn verkefnisins og voru yfirhönnuðir. Þetta er fjölskylduvæn áskriftarleið fyrir Heimsforeldra til að styrkja starf UNICEF samtakanna og fræðast um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskriftarleiðin nær yfir heilt ár - þykjustunni ferðalag sem á sér stað í stofunni heima í krafti ímyndunaraflsins.

Hönnuðir ÞYKJÓ dvöldust í Múmíndal í nokkra mánuði, í eilífri Jónsmessunótt í gegnum myrkasta skammdegið á Íslandi veturinn 2023. Örlaganóttin eftir Tove Jansson gerist á Jónsmessunótt og er aðalsögusvið þessa verkefnis. Einn daginn gýs eldfjall og vatn flæðir um dalinn og inn í bláa húsið Múmínfjölskyldunnar. Einmitt þegar þau þurfa að yfirgefa húsið sitt eru þau svo heppin að sjá dularfullt hús sigla fram hjá - að hugsa sér! Þau ákveða að stökkva um borð og þá hefst ævintýralegt ferðalag á Jónsmessu. Þrátt fyrir að Múmínfjölskyldan ferðist aldrei út fyrir Múmíndal, þá er þetta stórt ferðalag um mennskuna, um réttindi allra barna og hvers virði það er að geta rétt öðrum hjálparhönd. 

Þetta er ævintýri sem gefur börnum tækifæri á að spegla sig í flóknum heimi á öruggan hátt og gefur fullorðnum tækifæri til að lesa dýpra á milli línanna. Hemúllinn setur upp skilti í lystigarðinum sínum sem bannar litlum skógarungum að hoppa jafnfætis og hlæja - mega fullorðnir setja þannig reglur? Mikið njótum við þess þegar Snúður kemur og rífur niður skiltin! Sagan gefur fjölmörg tækifæri til að spegla greinar Barnasáttmálans, fræða um starf UNICEF í þágu barna um allan heim og hvetja til umræðna þvert á kynslóðir.

Við fundum glöggt á samtali við fjölmörg þeirra barna sem unnu með okkur á ólíkum stigum hönnunarferlisins hvað það brennur margt á þeim. Þau heyra um börn á flótta, þau heyra um stríð og þau reyna að púsla saman brotakenndum fréttum sem seytla inn. Gjöfin sem Tove Jansson hefur gefið okkur fullorðna fólkinu er að skrifa bækur um stór mál sem er oft erfitt að ræða við börn án þess að vekja ugg eða kvíða. 
Örlaganóttin og fleiri bækur um Múmínálfana voru skrifaðar á tíma þegar fjöldi fólks á flótta hafði aldrei verið meiri - þar til núna. Það hefur sjaldan verið jafn mikil þörf á að hlúa að viðkvæmum réttindum barna um allan heim og við erum þakklátar fyrir samtök eins og UNICEF.

Upplifunarhönnun - ferðalagið

Í upphafi fá fjölskyldur kort af Múmíndal í veganesti og leikfang byggt á leikhúsi sem siglir um Múmíndalinn í kjölfar flóða. Í hverjum mánuði í heilt ár fá fjölskyldur sendar persónur og leikmuni í leikhúsið sitt, ásamt skapandi verkefnum, glaðningum og fræðslu um Barnasáttmálann og starf UNICEF í þágu barna um allan heim.

Upplifunarhönnun - ferðalagið

Í upphafi fá fjölskyldur kort af Múmíndal í veganesti og leikfang byggt á leikhúsi sem siglir um Múmíndalinn í kjölfar flóða. Í hverjum mánuði í heilt ár fá fjölskyldur sendar persónur og leikmuni í leikhúsið sitt, ásamt skapandi verkefnum, glaðningum og fræðslu um Barnasáttmálann og starf UNICEF í þágu barna um allan heim.

Leikhúsið siglandi

Leikhúsið var hannað í samtali og samstarfi við rýnihópa barna og foreldra og er alfarið framleitt á Íslandi með sjálfbærni að leiðarljósi. Það er byggt á „toy theater“ brúðuleikhúshefðinni, en Sigríður Sunna stofnandi ÞYKJÓ nam leikbrúðulistir í Prag, Berlín og London.

Leikhúsið siglandi

Leikhúsið var hannað í samtali og samstarfi við rýnihópa barna og foreldra og er alfarið framleitt á Íslandi með sjálfbærni að leiðarljósi. Það er byggt á „toy theater“ brúðuleikhúshefðinni, en Sigríður Sunna stofnandi ÞYKJÓ nam leikbrúðulistir í Prag, Berlín og London.

Viðbrögð foreldra og fjölskyldna

„Stórkostleg upplifun!! Ótrúlega vandað og fallegt allt sem hefur komið og hefur skapað endalaust af dýrmætum samveru og leikstundum hjá dætrum mínum. Virkilega gott allt aukaefni sem hefur fylgt og eru þær svo spenntar að lesa nýju kortin og sögurnar sem fylgja hverju sinni og eru alltaf að spyrja um hvenær kemur næsti pakki fyrir múmínleikhúsið. Hamingjuóskir til ykkar með þetta einstaka verkefni. 10 af 10 frá minni fjölskyldu!“

„Þetta er mjög skemmtilegt ferðalag. Börnin mín hafa mjög gaman af þessu og sýna öllum sem koma til okkar flotta leikhúsið okkar.“

Viðbrögð foreldra og fjölskyldna

„Stórkostleg upplifun!! Ótrúlega vandað og fallegt allt sem hefur komið og hefur skapað endalaust af dýrmætum samveru og leikstundum hjá dætrum mínum. Virkilega gott allt aukaefni sem hefur fylgt og eru þær svo spenntar að lesa nýju kortin og sögurnar sem fylgja hverju sinni og eru alltaf að spyrja um hvenær kemur næsti pakki fyrir múmínleikhúsið. Hamingjuóskir til ykkar með þetta einstaka verkefni. 10 af 10 frá minni fjölskyldu!“

„Þetta er mjög skemmtilegt ferðalag. Börnin mín hafa mjög gaman af þessu og sýna öllum sem koma til okkar flotta leikhúsið okkar.“

Heimsókn til Moomin í Helsinki

Hönnuðir ÞYKJÓ voru sendiherrar verkefnisins á Helsinki Design Week og færðu Moomin Characters Ltd. sitt fyrsta eintak við hátíðlega stund. Þar fengu þær leiðsögn um höfuðstöðvarnar og þótti dýrmætt að fá að skoða upphaflegar teikningar Tove úr bókinni í skjalageymslu hússins.