Fuglasöngvar

Upplifunarhönnun og leikföng fyrir börn

Hönnuðir ÞYKJÓ vinna með tónlistarkonunni Sóleyju Stefánsdóttur að verkefninu Fuglasöngvar í Salnum Tónlistarhúsi.

Í björtum forsalnum geta krakkar hreiðrað um sig og uppgötvað hljóð og tóna sem leynast í svokölluðum tóneggjum. Á innsetningunni má einnig skoða safngripi frá Náttúrufræðistofu Kópavogs; fjölbreytt hreiður og egg, sem og bronsskúlptúra eftir Gerði Helgadóttur sem minna allt í senn á hreiður, egg og fljúgandi fugla.

Krakkahreiður

Hönnuðir ÞYKJÓ rýndu í hreiður ýmissa fugla í safngeymslum Náttúrfræðistofu Kópavogs og hófu svo að gera tilraunir með að vefa sjálfar með sínu nefi. Blindravinnustofa hefur fléttað hreiður fyrir mannfólk í áratugi - betur þekktar sem ungbarnavöggur. Stefán B Stefánsson, eða Denni, er magnaður handverksmaður sem hefur fléttað vöggur og körfur úr tágum fyrir Blindravinnustofu í yfir þrjátíu ár. Hann er á við fimustu spörfugla og leiddi hreiðurgerð ÞYKJÓ af miklum myndarbrag.

Tónegg

Tóneggin okkar eru á spennandi mörkum þess að vera leikföng og nýstárleg hljóðfæri fyrir börn. Eftir grúsk í eggjasafni Náttúrfræðistofu Kópavogs og skapandi samtal við líffræðingana þar þróuðu hönnuðir ÞYKJÓ egglaga textílverk sem eru forrituð með hljóðum og tónum fugla í meðför Sóleyjar. Ninna Þórarinsdóttir leiðir þróunarvinnuna, en hún er menntaður barnamenningarhönnuður með áherslu á leikfangahönnun og myndskreytingar.

Fuglasöngvar

Upplifunarhönnun og leikföng fyrir börn

Hönnuðir ÞYKJÓ vinna með tónlistarkonunni Sóleyju Stefánsdóttur að verkefninu Fuglasöngvar í Salnum Tónlistarhúsi.

Í björtum forsalnum geta krakkar hreiðrað um sig og uppgötvað hljóð og tóna sem leynast í svokölluðum tóneggjum. Á innsetningunni má einnig skoða safngripi frá Náttúrufræðistofu Kópavogs; fjölbreytt hreiður og egg, sem og bronsskúlptúra eftir Gerði Helgadóttur sem minna allt í senn á hreiður, egg og fljúgandi fugla.

Krakkahreiður

Hönnuðir ÞYKJÓ rýndu í hreiður ýmissa fugla í safngeymslum Náttúrfræðistofu Kópavogs og hófu svo að gera tilraunir með að vefa sjálfar með sínu nefi. Blindravinnustofa hefur fléttað hreiður fyrir mannfólk í áratugi - betur þekktar sem ungbarnavöggur. Stefán B Stefánsson, eða Denni, er magnaður handverksmaður sem hefur fléttað vöggur og körfur úr tágum fyrir Blindravinnustofu í yfir þrjátíu ár. Hann er á við fimustu spörfugla og leiddi hreiðurgerð ÞYKJÓ af miklum myndarbrag.

Tónegg

Tóneggin okkar eru á spennandi mörkum þess að vera leikföng og nýstárleg hljóðfæri fyrir börn. Eftir grúsk í eggjasafni Náttúrfræðistofu Kópavogs og skapandi samtal við líffræðingana þar þróuðu hönnuðir ÞYKJÓ egglaga textílverk sem eru forrituð með hljóðum og tónum fugla í meðför Sóleyjar. Ninna Þórarinsdóttir leiðir þróunarvinnuna, en hún er menntaður barnamenningarhönnuður með áherslu á leikfangahönnun og myndskreytingar.