Hljóðhimnar

Innsetning

Staður til að uppgötva töfraheim hljóðs og tóna í Hörpu.

Hljóðhimnar er upplifunarrými fyrir börn og fjölskyldur á jarðhæð Hörpu - staður til að uppgötva töfraheim hljóðs og tóna. Hljóðhimnar er afmælispakki frá Hörpu og íbúum hennar til allra barna, verkefni sem unnið var á 10 ára afmælisári hússins 2021 og opnaði vorið 2022. Í rýminu er hægt að uppgötva tóna tengda íbúum Hörpu, bæði stórum og smáum, allt frá tónelsku músinni Maxímús Músíkús til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, frá Íslensku óperunni til Stórsveitar Reykjavíkur.

Rýmið sjálft er innblásið af heillandi ferðalagi hljóðbylgja inn í eyrað, það hlutast í Ytra eyra, Hlust, Miðeyra og Innra eyra. Ytra eyrað beinir athyglinni að hljóðfæraleik og samspili og býður börnum tækifæri til að setja sig í spor hljómsveitarstjóra. Í Hlustinni opnum við tóneyrað fyrir tónlistinni sem býr í dýraríkinu. Í Miðeyranu verður hljóðhimnan að hljóðhimnum ­ mjúkum stað til að hjúfra sig að himneskum kórsöng. Í Innra eyranu kynnumst við tónlistarstefnum og straumum, hvernig hægt er að ferðast um heimsins höf með því að hlusta á tónlist.

Formfræði rýmisins sprettur upp úr rannsókn á fornri nótnaskrift og hvernig maðurinn hefur leitast við að miðla tónlist sjónrænt. Óvæntur samhljómur í handmáluðum fornum tíbetskum nótnahandritum og digital skjámyndum af hljóðbylgjum varð grunnurinn sem við byggðum á. Formin eignuðust óvæntan samnefnara í öldurótinu sem bylgjast í hafinu umleikis húsið og heillaði börnin sem komu í heimsókn til að vinna með okkur í upphafi verkefnisins.

Í upphafi hönnunarferlisins, í júlí 2021 komu 100 börn á aldrinum 5–7 ára í smiðjur með hönnuðum ÞYKJÓ og vísindafólki Vísindasmiðjunar í Hörpu. Í smiðjunum var meðal annars leitað leiða til að miðla hljóðeðlisfræði, hvernig hljóðbylgjur hreyfa loftið og hvernig tónlist hreyfir við okkur. Hönnuðir ÞYKJÓ lögðu mikla áherslu á að hefja ekki hönnunarvinnuna fyrr en börn hefðu verið fengin að borðinu til samtals og samstarfs. Hugmyndaferlið hófst þannig á hugarflugi með krökkunum og saman létum við okkur dreyma um hvernig barnarýmið ætti að verða. Samstarfið og samtalið við börnin er grunnurinn sem hönnunarvinnan byggði á í kjölfarið. Í vinnuferlinu voru börn reglulega fengin að borðinu til að veita sitt sérfræðiálit og notendaprófa.

Ytra eyra - Tónrýnir

Ytra eyrað kallast á við Eldborgarsalinn í Hörpu, en hvort tveggja virkar
eins og trekt til að safna hljóði og tónum. Í Ytra eyranu er hægt að prófa að vera eins og hljómsveitarstjóri og stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands með Tónrýninum. Sinfóníuhljómsveitin lagði til 16 rása hljóðupptökur sem er miðlað með gagnvirkri tækni Gagarín. Hægt er að raða hljóðfærahópum saman eftir eigin höfði; láta strengjahljóðfærin spila sér, bæta málmblásurum við ­ allt eins og hugurinn býður.

Ytra eyra - Tónrýnir

Ytra eyrað kallast á við Eldborgarsalinn í Hörpu, en hvort tveggja virkar
eins og trekt til að safna hljóði og tónum. Í Ytra eyranu er hægt að prófa að vera eins og hljómsveitarstjóri og stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands með Tónrýninum. Sinfóníuhljómsveitin lagði til 16 rása hljóðupptökur sem er miðlað með gagnvirkri tækni Gagarín. Hægt er að raða hljóðfærahópum saman eftir eigin höfði; láta strengjahljóðfærin spila sér, bæta málmblásurum við ­ allt eins og hugurinn býður.

Hlust - Dýratónar

Hlustin er fyrsti viðkomustaður hljóðbylgjunnar þegar hún streymir inn um eyrnaopið. Hljóðfæralínan Dýratónar samanstendur af nýjum hljóðfærum fyrir börn; Tóneggjum, Taktbjöllum og Sönghvölum. Takturinn púlsar í heimi skordýranna, laglínur ryðja sér leið úr raddböndum fuglanna og svo koma hvalirnir með söngva sína.

Hlust - Dýratónar

Hlustin er fyrsti viðkomustaður hljóðbylgjunnar þegar hún streymir inn um eyrnaopið. Hljóðfæralínan Dýratónar samanstendur af nýjum hljóðfærum fyrir börn; Tóneggjum, Taktbjöllum og Sönghvölum. Takturinn púlsar í heimi skordýranna, laglínur ryðja sér leið úr raddböndum fuglanna og svo koma hvalirnir með söngva sína.

Miðeyra - Hljóðhimnar

Miðeyrað magnar upp titring hljóðbylgjunnar. Hér er hljóðhimnan túlkuð sem ,,hljóðhimnar” ­ mjúkt rými þar sem heyra má himneskan söng og vögguljóð Íslensku óperunnar. Vögguvísur finnast um allan heim. Hvar sem mannfólk hefur sest að má heyra foreldra syngja börn sín í svefn.

Miðeyra - Hljóðhimnar

Miðeyrað magnar upp titring hljóðbylgjunnar. Hér er hljóðhimnan túlkuð sem ,,hljóðhimnar” ­ mjúkt rými þar sem heyra má himneskan söng og vögguljóð Íslensku óperunnar. Vögguvísur finnast um allan heim. Hvar sem mannfólk hefur sest að má heyra foreldra syngja börn sín í svefn.

Innra eyra - Takthjól, Tónstýri, Óperusími

Innra eyrað er lokaáfangastaður á töfrandi leið hljóðbylgjunnar um eyrað. Hún berst inn um svokallaðan Sporöskjulaga glugga, en börnum býðst einmitt að klifra í gegnum sporöskjulaga op inn í þennan hluta rýmisins. Innra eyranu er stundum líkt við símstöð sem greinir tónlist áður en skilaboð eru send áfram til heilans. Hér er hægt að greina takttegundir og tónlistarstefnur í flutningi Stórsveitar Reykjavíkur og slá á þráðinn með Óperusíma Íslensku óperunnar.

Innra eyra - Takthjól, Tónstýri, Óperusími

Innra eyrað er lokaáfangastaður á töfrandi leið hljóðbylgjunnar um eyrað. Hún berst inn um svokallaðan Sporöskjulaga glugga, en börnum býðst einmitt að klifra í gegnum sporöskjulaga op inn í þennan hluta rýmisins. Innra eyranu er stundum líkt við símstöð sem greinir tónlist áður en skilaboð eru send áfram til heilans. Hér er hægt að greina takttegundir og tónlistarstefnur í flutningi Stórsveitar Reykjavíkur og slá á þráðinn með Óperusíma Íslensku óperunnar.

Samstarfsverkefni

ÞYKJÓ leiddi hönnunarferlið í samstarfi við Krakkaráð ÞYKJÓ, Hörpu, Gagarín, Vísindasmiðjuna, Irma og Reykjavík Audio. Hönnuðir ÞYKJÓ unnu með föstum íbúum hússins við að finna tónlist þeirra farveg í rýminu á forsendum upplifunarhönnunar og gagnvirkrar hönnunar.

Samstarfsverkefni

ÞYKJÓ leiddi hönnunarferlið í samstarfi við Krakkaráð ÞYKJÓ, Hörpu, Gagarín, Vísindasmiðjuna, Irma og Reykjavík Audio. Hönnuðir ÞYKJÓ unnu með föstum íbúum hússins við að finna tónlist þeirra farveg í rýminu á forsendum upplifunarhönnunar og gagnvirkrar hönnunar.

Hljóðhimnar

Innsetning

Staður til að uppgötva töfraheim hljóðs og tóna í Hörpu.

Hljóðhimnar er upplifunarrými fyrir börn og fjölskyldur á jarðhæð Hörpu - staður til að uppgötva töfraheim hljóðs og tóna. Hljóðhimnar er afmælispakki frá Hörpu og íbúum hennar til allra barna, verkefni sem unnið var á 10 ára afmælisári hússins 2021 og opnaði vorið 2022. Í rýminu er hægt að uppgötva tóna tengda íbúum Hörpu, bæði stórum og smáum, allt frá tónelsku músinni Maxímús Músíkús til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, frá Íslensku óperunni til Stórsveitar Reykjavíkur.

Rýmið sjálft er innblásið af heillandi ferðalagi hljóðbylgja inn í eyrað, það hlutast í Ytra eyra, Hlust, Miðeyra og Innra eyra. Ytra eyrað beinir athyglinni að hljóðfæraleik og samspili og býður börnum tækifæri til að setja sig í spor hljómsveitarstjóra. Í Hlustinni opnum við tóneyrað fyrir tónlistinni sem býr í dýraríkinu. Í Miðeyranu verður hljóðhimnan að hljóðhimnum ­ mjúkum stað til að hjúfra sig að himneskum kórsöng. Í Innra eyranu kynnumst við tónlistarstefnum og straumum, hvernig hægt er að ferðast um heimsins höf með því að hlusta á tónlist.

Formfræði rýmisins sprettur upp úr rannsókn á fornri nótnaskrift og hvernig maðurinn hefur leitast við að miðla tónlist sjónrænt. Óvæntur samhljómur í handmáluðum fornum tíbetskum nótnahandritum og digital skjámyndum af hljóðbylgjum varð grunnurinn sem við byggðum á. Formin eignuðust óvæntan samnefnara í öldurótinu sem bylgjast í hafinu umleikis húsið og heillaði börnin sem komu í heimsókn til að vinna með okkur í upphafi verkefnisins.

Í upphafi hönnunarferlisins, í júlí 2021 komu 100 börn á aldrinum 5–7 ára í smiðjur með hönnuðum ÞYKJÓ og vísindafólki Vísindasmiðjunar í Hörpu. Í smiðjunum var meðal annars leitað leiða til að miðla hljóðeðlisfræði, hvernig hljóðbylgjur hreyfa loftið og hvernig tónlist hreyfir við okkur. Hönnuðir ÞYKJÓ lögðu mikla áherslu á að hefja ekki hönnunarvinnuna fyrr en börn hefðu verið fengin að borðinu til samtals og samstarfs. Hugmyndaferlið hófst þannig á hugarflugi með krökkunum og saman létum við okkur dreyma um hvernig barnarýmið ætti að verða. Samstarfið og samtalið við börnin er grunnurinn sem hönnunarvinnan byggði á í kjölfarið. Í vinnuferlinu voru börn reglulega fengin að borðinu til að veita sitt sérfræðiálit og notendaprófa.

Ytra eyra - Tónrýnir

Ytra eyrað kallast á við Eldborgarsalinn í Hörpu, en hvort tveggja virkar
eins og trekt til að safna hljóði og tónum. Í Ytra eyranu er hægt að prófa að vera eins og hljómsveitarstjóri og stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands með Tónrýninum. Sinfóníuhljómsveitin lagði til 16 rása hljóðupptökur sem er miðlað með gagnvirkri tækni Gagarín. Hægt er að raða hljóðfærahópum saman eftir eigin höfði; láta strengjahljóðfærin spila sér, bæta málmblásurum við ­ allt eins og hugurinn býður.

Ytra eyra - Tónrýnir

Ytra eyrað kallast á við Eldborgarsalinn í Hörpu, en hvort tveggja virkar
eins og trekt til að safna hljóði og tónum. Í Ytra eyranu er hægt að prófa að vera eins og hljómsveitarstjóri og stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands með Tónrýninum. Sinfóníuhljómsveitin lagði til 16 rása hljóðupptökur sem er miðlað með gagnvirkri tækni Gagarín. Hægt er að raða hljóðfærahópum saman eftir eigin höfði; láta strengjahljóðfærin spila sér, bæta málmblásurum við ­ allt eins og hugurinn býður.

Hlust - Dýratónar

Hlustin er fyrsti viðkomustaður hljóðbylgjunnar þegar hún streymir inn um eyrnaopið. Hljóðfæralínan Dýratónar samanstendur af nýjum hljóðfærum fyrir börn; Tóneggjum, Taktbjöllum og Sönghvölum. Takturinn púlsar í heimi skordýranna, laglínur ryðja sér leið úr raddböndum fuglanna og svo koma hvalirnir með söngva sína.

Hlust - Dýratónar

Hlustin er fyrsti viðkomustaður hljóðbylgjunnar þegar hún streymir inn um eyrnaopið. Hljóðfæralínan Dýratónar samanstendur af nýjum hljóðfærum fyrir börn; Tóneggjum, Taktbjöllum og Sönghvölum. Takturinn púlsar í heimi skordýranna, laglínur ryðja sér leið úr raddböndum fuglanna og svo koma hvalirnir með söngva sína.

Miðeyra - Hljóðhimnar

Miðeyrað magnar upp titring hljóðbylgjunnar. Hér er hljóðhimnan túlkuð sem ,,hljóðhimnar” ­ mjúkt rými þar sem heyra má himneskan söng og vögguljóð Íslensku óperunnar. Vögguvísur finnast um allan heim. Hvar sem mannfólk hefur sest að má heyra foreldra syngja börn sín í svefn.

Miðeyra - Hljóðhimnar

Miðeyrað magnar upp titring hljóðbylgjunnar. Hér er hljóðhimnan túlkuð sem ,,hljóðhimnar” ­ mjúkt rými þar sem heyra má himneskan söng og vögguljóð Íslensku óperunnar. Vögguvísur finnast um allan heim. Hvar sem mannfólk hefur sest að má heyra foreldra syngja börn sín í svefn.

Innra eyra - Takthjól, Tónstýri, Óperusími

Innra eyrað er lokaáfangastaður á töfrandi leið hljóðbylgjunnar um eyrað. Hún berst inn um svokallaðan Sporöskjulaga glugga, en börnum býðst einmitt að klifra í gegnum sporöskjulaga op inn í þennan hluta rýmisins. Innra eyranu er stundum líkt við símstöð sem greinir tónlist áður en skilaboð eru send áfram til heilans. Hér er hægt að greina takttegundir og tónlistarstefnur í flutningi Stórsveitar Reykjavíkur og slá á þráðinn með Óperusíma Íslensku óperunnar.

Innra eyra - Takthjól, Tónstýri, Óperusími

Innra eyrað er lokaáfangastaður á töfrandi leið hljóðbylgjunnar um eyrað. Hún berst inn um svokallaðan Sporöskjulaga glugga, en börnum býðst einmitt að klifra í gegnum sporöskjulaga op inn í þennan hluta rýmisins. Innra eyranu er stundum líkt við símstöð sem greinir tónlist áður en skilaboð eru send áfram til heilans. Hér er hægt að greina takttegundir og tónlistarstefnur í flutningi Stórsveitar Reykjavíkur og slá á þráðinn með Óperusíma Íslensku óperunnar.

Samstarfsverkefni

ÞYKJÓ leiddi hönnunarferlið í samstarfi við Krakkaráð ÞYKJÓ, Hörpu, Gagarín, Vísindasmiðjuna, Irma og Reykjavík Audio. Hönnuðir ÞYKJÓ unnu með föstum íbúum hússins við að finna tónlist þeirra farveg í rýminu á forsendum upplifunarhönnunar og gagnvirkrar hönnunar.

Samstarfsverkefni

ÞYKJÓ leiddi hönnunarferlið í samstarfi við Krakkaráð ÞYKJÓ, Hörpu, Gagarín, Vísindasmiðjuna, Irma og Reykjavík Audio. Hönnuðir ÞYKJÓ unnu með föstum íbúum hússins við að finna tónlist þeirra farveg í rýminu á forsendum upplifunarhönnunar og gagnvirkrar hönnunar.