Kyrrðarrými

Vörulína

Kyrrðarrými er ný íslensk hönnunarvara fyrir börn og foreldra þeirra til að skapa ró og næði í dagsins önn.

Kyrrðarrýmin eru hugsuð sem húsgögn á heimilum sem og innsetningar á bókasöfnum, menningarhúsum og opinberum stofnunum.

Kyrrðarrýmin eru innblásin af skjaldbökum, sniglum, kuðungum og fleiri dýrum sem geta horfið inn í skelina sína hvenær sem þörf er á. Hönnuðir ÞYKJÓ unnu náið með líffræðingum á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs við rannsóknir og þróun Kyrrðarrýmanna.

Hugað er að loftgæðum, birtu og hljóðvist við hönnun rýmanna og þau eru alfarið unnin í samstarfi við handverksfólk á Íslandi. Smiðirnir Luis Castillo Nassur og Ögmundur Jónsson hjá IRMA Studio smíðuðu Kyrrðarrýmin af hugvitssemi og natni. Þau eru smíðuð úr valchromat sem eru umhverfisvottaðar harðtrefjaplötur gegnum litaðar með lífrænum lit. Dýnurnar eru bólstraðar með ullaráklæði sem er ofið úr ull sem fellur til í tískuiðnaði á Ítalíu.

Kyrrðarrýmin eru umlykjandi, ávöl, bólstruð rými sem halda vel utan um þann sem í þeim dvelur - en hleypa þó birtu í gegn og hafa útsýni. Þau skerma af umhverfið að hluta til. Rýmin eru tilvalin til að slappa af í og fá þannig kyrrð inn í daginn.

Kyrrðarrýmin voru þróuð í Gerðarsafni þar sem ÞYKJÓ voru staðarlistamenn frá janúar – maí 2021.
Í vöruþróunarferlinu áttu hönnuðir ÞYKJÓ gefandi samtal við líffræðinga Náttúrufræðistofu Kópavogs og fengu aðgang að umfangsmiklu safni skelja til að rannsaka.

Kuðungur

Kuðungsskelin er fáguð náttúrusmíð. Skelin vex hring eftir hring og á henni má lesa í vaxtarlínur líkt og árhringi í trjám.  Í hönnun þessa Kyrrðarrýmis langaði okkur að fanga hvernig kuðungar eru oft hrjúfir viðkomu að utan, með taktföstum rifjamynstrum, en sléttari að innan með fíngerðu mynstri. Í Kuðungnum vinnum við með lagskiptingu, endurtekningar og mynstur.

Kuðungur

Kuðungsskelin er fáguð náttúrusmíð. Skelin vex hring eftir hring og á henni má lesa í vaxtarlínur líkt og árhringi í trjám.  Í hönnun þessa Kyrrðarrýmis langaði okkur að fanga hvernig kuðungar eru oft hrjúfir viðkomu að utan, með taktföstum rifjamynstrum, en sléttari að innan með fíngerðu mynstri. Í Kuðungnum vinnum við með lagskiptingu, endurtekningar og mynstur.

Snigill

Sniglar hafa mjúkan og viðkvæman líkama. Þeir hafa því stundum skel á bakinu sem harðan skjöld til að draga sig inn í hvenær sem þeir þurfa. Það er augljóst hvað snýr fram og aftur á sniglinum, ólíkt til dæmis ígulkerum. Það var innblástur fyrir okkur að hafa útsýni úr Sniglinum á einn veg. Hann er nánast samhverfur með sýnilegar festingar með fleygum sem vísa í gamalt handverk.

Snigill

Sniglar hafa mjúkan og viðkvæman líkama. Þeir hafa því stundum skel á bakinu sem harðan skjöld til að draga sig inn í hvenær sem þeir þurfa. Það er augljóst hvað snýr fram og aftur á sniglinum, ólíkt til dæmis ígulkerum. Það var innblástur fyrir okkur að hafa útsýni úr Sniglinum á einn veg. Hann er nánast samhverfur með sýnilegar festingar með fleygum sem vísa í gamalt handverk.

Ígulker

Ígulker eru alsett þéttum göddum og minna á kaktusa. Okkur langaði að fanga þessa mergð. Því höfum við yfir hundrað af sýnilegum festingum með fleygum í gegn í Ígulkerinu, sem binda saman sporöskjulaga formin við bogana.

Ígulker

Ígulker eru alsett þéttum göddum og minna á kaktusa. Okkur langaði að fanga þessa mergð. Því höfum við yfir hundrað af sýnilegum festingum með fleygum í gegn í Ígulkerinu, sem binda saman sporöskjulaga formin við bogana.

Skríðum inn í skel

Hönnuðir ÞYKJÓ höfðu listamannadvöl í Stúdíó Gerðar í Gerðarsafni frá byrjun janúar til loka apríl 2021 og unnu að verkefninu á því tímabili. Vinnuferlið var opið almenningi og innsetningin ,,Skríðum inn í skel” miðlaði hvernig hönnuðir grúskuðu í safnkosti Náttúrufræðistofu Kópavogs og Gerðarsafns í rannsóknarferlinu. Mörg hundruð skólabörnum var boðið í leiðsögn um innsetninguna og listasmiðju þar sem þau fengu innsýn í vinnu hönnuða með form úr náttúrunni, vinnu með stærðarhlutföll og vöruþróun.

Skríðum inn í skel

Hönnuðir ÞYKJÓ höfðu listamannadvöl í Stúdíó Gerðar í Gerðarsafni frá byrjun janúar til loka apríl 2021 og unnu að verkefninu á því tímabili. Vinnuferlið var opið almenningi og innsetningin ,,Skríðum inn í skel” miðlaði hvernig hönnuðir grúskuðu í safnkosti Náttúrufræðistofu Kópavogs og Gerðarsafns í rannsóknarferlinu. Mörg hundruð skólabörnum var boðið í leiðsögn um innsetninguna og listasmiðju þar sem þau fengu innsýn í vinnu hönnuða með form úr náttúrunni, vinnu með stærðarhlutföll og vöruþróun.

Kyrrðarrými

Vörulína

Kyrrðarrými er ný íslensk hönnunarvara fyrir börn og foreldra þeirra til að skapa ró og næði í dagsins önn.

Kyrrðarrýmin eru hugsuð sem húsgögn á heimilum sem og innsetningar á bókasöfnum, menningarhúsum og opinberum stofnunum.

Kyrrðarrýmin eru innblásin af skjaldbökum, sniglum, kuðungum og fleiri dýrum sem geta horfið inn í skelina sína hvenær sem þörf er á. Hönnuðir ÞYKJÓ unnu náið með líffræðingum á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs við rannsóknir og þróun Kyrrðarrýmanna.

Hugað er að loftgæðum, birtu og hljóðvist við hönnun rýmanna og þau eru alfarið unnin í samstarfi við handverksfólk á Íslandi. Smiðirnir Luis Castillo Nassur og Ögmundur Jónsson hjá IRMA Studio smíðuðu Kyrrðarrýmin af hugvitssemi og natni. Þau eru smíðuð úr valchromat sem eru umhverfisvottaðar harðtrefjaplötur gegnum litaðar með lífrænum lit. Dýnurnar eru bólstraðar með ullaráklæði sem er ofið úr ull sem fellur til í tískuiðnaði á Ítalíu.

Kyrrðarrýmin eru umlykjandi, ávöl, bólstruð rými sem halda vel utan um þann sem í þeim dvelur - en hleypa þó birtu í gegn og hafa útsýni. Þau skerma af umhverfið að hluta til. Rýmin eru tilvalin til að slappa af í og fá þannig kyrrð inn í daginn.

Kyrrðarrýmin voru þróuð í Gerðarsafni þar sem ÞYKJÓ voru staðarlistamenn frá janúar – maí 2021.
Í vöruþróunarferlinu áttu hönnuðir ÞYKJÓ gefandi samtal við líffræðinga Náttúrufræðistofu Kópavogs og fengu aðgang að umfangsmiklu safni skelja til að rannsaka.

Kuðungur

Kuðungsskelin er fáguð náttúrusmíð. Skelin vex hring eftir hring og á henni má lesa í vaxtarlínur líkt og árhringi í trjám.  Í hönnun þessa Kyrrðarrýmis langaði okkur að fanga hvernig kuðungar eru oft hrjúfir viðkomu að utan, með taktföstum rifjamynstrum, en sléttari að innan með fíngerðu mynstri. Í Kuðungnum vinnum við með lagskiptingu, endurtekningar og mynstur.

Kuðungur

Kuðungsskelin er fáguð náttúrusmíð. Skelin vex hring eftir hring og á henni má lesa í vaxtarlínur líkt og árhringi í trjám.  Í hönnun þessa Kyrrðarrýmis langaði okkur að fanga hvernig kuðungar eru oft hrjúfir viðkomu að utan, með taktföstum rifjamynstrum, en sléttari að innan með fíngerðu mynstri. Í Kuðungnum vinnum við með lagskiptingu, endurtekningar og mynstur.

Snigill

Sniglar hafa mjúkan og viðkvæman líkama. Þeir hafa því stundum skel á bakinu sem harðan skjöld til að draga sig inn í hvenær sem þeir þurfa. Það er augljóst hvað snýr fram og aftur á sniglinum, ólíkt til dæmis ígulkerum. Það var innblástur fyrir okkur að hafa útsýni úr Sniglinum á einn veg. Hann er nánast samhverfur með sýnilegar festingar með fleygum sem vísa í gamalt handverk.

Snigill

Sniglar hafa mjúkan og viðkvæman líkama. Þeir hafa því stundum skel á bakinu sem harðan skjöld til að draga sig inn í hvenær sem þeir þurfa. Það er augljóst hvað snýr fram og aftur á sniglinum, ólíkt til dæmis ígulkerum. Það var innblástur fyrir okkur að hafa útsýni úr Sniglinum á einn veg. Hann er nánast samhverfur með sýnilegar festingar með fleygum sem vísa í gamalt handverk.

Ígulker

Ígulker eru alsett þéttum göddum og minna á kaktusa. Okkur langaði að fanga þessa mergð. Því höfum við yfir hundrað af sýnilegum festingum með fleygum í gegn í Ígulkerinu, sem binda saman sporöskjulaga formin við bogana.

Ígulker

Ígulker eru alsett þéttum göddum og minna á kaktusa. Okkur langaði að fanga þessa mergð. Því höfum við yfir hundrað af sýnilegum festingum með fleygum í gegn í Ígulkerinu, sem binda saman sporöskjulaga formin við bogana.

Skríðum inn í skel

Hönnuðir ÞYKJÓ höfðu listamannadvöl í Stúdíó Gerðar í Gerðarsafni frá byrjun janúar til loka apríl 2021 og unnu að verkefninu á því tímabili. Vinnuferlið var opið almenningi og innsetningin ,,Skríðum inn í skel” miðlaði hvernig hönnuðir grúskuðu í safnkosti Náttúrufræðistofu Kópavogs og Gerðarsafns í rannsóknarferlinu. Mörg hundruð skólabörnum var boðið í leiðsögn um innsetninguna og listasmiðju þar sem þau fengu innsýn í vinnu hönnuða með form úr náttúrunni, vinnu með stærðarhlutföll og vöruþróun.

Skríðum inn í skel

Hönnuðir ÞYKJÓ höfðu listamannadvöl í Stúdíó Gerðar í Gerðarsafni frá byrjun janúar til loka apríl 2021 og unnu að verkefninu á því tímabili. Vinnuferlið var opið almenningi og innsetningin ,,Skríðum inn í skel” miðlaði hvernig hönnuðir grúskuðu í safnkosti Náttúrufræðistofu Kópavogs og Gerðarsafns í rannsóknarferlinu. Mörg hundruð skólabörnum var boðið í leiðsögn um innsetninguna og listasmiðju þar sem þau fengu innsýn í vinnu hönnuða með form úr náttúrunni, vinnu með stærðarhlutföll og vöruþróun.